Tali íslensku til að fá starfsleyfi

Helga Rósa Másdóttir var kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á …
Helga Rósa Másdóttir var kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðalfundi félagsins síðastliðinn fimmtudag. mbl.is/Eyþór

„Spurningin er, hvernig viljum við hafa heilbrigðiskerfið okkar? Viljum við ekki geta farið inn á sjúkrahús og hitt fólk sem talar íslensku? Ætla stjórnvöld að draga einhverjar línur? Ætla þau að hafa einhver gæðaviðmið?“ spyr Helga Rósa Másdóttir, nýr formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Félagið skorar á stjórnvöld að krefjast íslenskukunnáttu hjá hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni til að þeir geti öðlast starfsleyfi. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins fyrir helgi.

Starfandi hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni hefur fjölgað úr 6% í 11% á síðustu þremur árum. Í fyrra var tæplega þriðjungur hjúkrunarleyfa frá embætti landlæknis veittur hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni. Stærsti hluti hjúkrunarfræðinga sem leita hingað er frá Filippseyjum.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert