Víða léttskýjað og hitinn gæti náð 23 stigum

Það var þétt setinn bekkurinn á og við Austurvöll í …
Það var þétt setinn bekkurinn á og við Austurvöll í veðurblíðunni í Reykjavík í gær. mbl.is/Hákon

Í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola. Víða verður léttskýjað en sum staðar þokuloft við ströndina og til að mynda var svartaþoka yfir höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið.

Hitinn á landinu í dag verður á bilinu 10 til 23 stig að deginum, hlýjast inn til landsins, en svalast í þokuloftinu.

Á morgun er spáð svipuðu veðri. Víða verður léttskýjað en áfram þokuloft við sjávarsíðuna. Hitinn verður á bilinu 10 til 22 stig og verður hlýjast inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert