„Alvarlegar afleiðingar fyrir veik börn“

Viðbrögð við lyfjaskorti eru meðal markmiða frumvarpsins.
Viðbrögð við lyfjaskorti eru meðal markmiða frumvarpsins. mbl.is/Friðrik

Fjórir sérfræðingar í barnalæknisfræði vara við alvarlegum afleiðingum þess fyrir veik börn ef boðuð breyting á lyfjalögum sem snýr að undanþágulyfjum og afgreiðslu þeirra í lyfjaskorti verður lögfest.

„Mikil hætta er á, að verði þetta lagafrumvarp að lögum óbreytt, muni það skerða mjög aðgengi barna að nauðsynlegum lyfjum,“ segir í umsögn læknanna til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lyfjalögum og viðbrögð við lyfjaskorti, sem nú er til umfjöllunar í þingnefndinni.

Fleiri hafa gagnrýnt boðaðar breytingar sem varða undanþágulyf án markaðsleyfis sem sagðar eru geta leitt til skerts aðgengis að nauðsynlegum lyfjum og valdið auknum lyfjaskorti. Í umsögn læknanna segir að þessar breytingar „gætu valdið óásættanlegri töf á réttri og tímanlegri afgreiðslu lyfja til barna á Íslandi, lyfja sem oft eru lífsnauðsynleg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert