Aukist vanskil eykst þrýstingur á vaxtalækkun

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka segist vona að Seðlabankinn lækki vexti. Það kunni að vera nauðsynlegt til að tryggja fjármálastöðugleika. 

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála þar sem Marinó Örn er gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Telur stýrivexti standa óbreytta

Íslandsbanki hefur breytt spá sinni og telur að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan. Bendir Marinó þar á að sé litið til peningastefnu geti verið hentugra að halda stýrivöxtum of háum of lengi, fremur en of stutt. Öðru máli gegni um fjármálastöðugleika. Þar skipti miklu máli að halda vöxtum ekki of háum of lengi.

En hvernig er staðan í hagkerfinu? Um það ræða þeir Jón Bjarki og Marinó Örn. Spurningin er hvort líta eigi þar til hagstærða og mælinga eða hvort hlusta eigi eftir taktinum í raunhagkerfinu á hverjum tíma.

Viðtalið við Marinó Örn og Jón Bjarka má sjá í heild sinni hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert