Bifreið í ljósum logum í Laugardal

Bifreiðin virðist vera af gerðinni Volvo XI90.
Bifreiðin virðist vera af gerðinni Volvo XI90. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Bifreið af gerðinni Volvo XI90 stendur í ljósum logum á bílastæði við Þróttarheimilið í Laugardalnum.

Að sögn Davíðs Friðjónssonar, varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var bíllinn alelda þegar komið var á vettvang. Segir hann slökkviliðsmenn vera við það að leggja lokahönd á að slökkva eldinn.

Blessunarlega hafi enginn slasast.

Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert