Fólk fái aðsvif í sundi í góða veðrinu

Fólk er oft lengi í sundi í góðu veðri.
Fólk er oft lengi í sundi í góðu veðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sól og blíðu þykir fátt betra en að skella sér í sund. Mikilvægt er þó að hafa varann á, því sundgestir eiga til að falla í yfirlið, sérstaklega þegar veður er gott.

„Það gerist reglulega að fólk fær aðsvif,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Hún segir það gerast þegar fólk sé of lengi í miklum hita eða kulda eða hafi ekki nært sig nægilega fyrir sundferðina.

Algengt sé að fólk fái aðsvif þegar veður sé gott því þá sé það lengur ofan í. Fólk komi jafnvel beint úr fjallgöngu eða hlaupi.

Mikilvægt sé að fólki komi nært og drekki vel ef það er lengi í sundi að hennar sögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert