Góða veðrið heldur áfram að leika við landsmenn en í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað en sums staðar verður þokuloft við ströndina. Hitinn verður 10 til 22 stig yfir daginn og verður hlýjast inn til landsins en svalast í þokuloftinu.
Á morgun er spáð svipuðu veðri. Víða verður léttskýjað en áfram þokuloft við ströndina. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig og verður svalast í þokuloftinu.
Á fimmtudaginn verða veðrabreytingar en þá er spáð vaxandi vindi og það fer að rigna sunnan heiða. Hægari vindur og bjart veður verður um landið austanvert en þykknar upp um kvöldið. Hitinn verður á bilinu 10 til 22 stig.