„Það er mjög mikilvægt fyrir Landspítalann að starfsfólkið hafi hæfni í tungumálinu, því það er öryggismál að hjúkrunarfræðingar tali íslensku,“ segir Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar um ályktun hjúkrunarfræðinga þar sem skorað er á stjórnvöld að krefjast íslenskukunnáttu hjá erlendum hjúkrunarfræðingum sem hér starfa.
Hann segir upp hafa komið atvik þar sem ónóg tungumálakunnátta hafi haft afleiðingar.
Getur þú nefnt dæmi?
„Ef starfsfólk skilur ekki fyrirmæli sem eru gefin og þá fær sjúklingurinn meðferðina seinna en hann hefði átt að fá hana.“
En ekki ranga meðferð?
„Nei, það hefur sem betur fer ekki gerst hjá okkur, en það eru dæmi um það erlendis.“
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.