Mun ríkisstjórnin spilla fyrir kosningunum?

Staðan í landsmálunum getur haft áhrif á sveitarstjórnarkosningar sem fram fara að ári? En hvaða mál eru það sem þar munu ráða för? Um það eru Andrés Magnússon og Hermann N. Gunnarsson ekki sammála.

Kosið í 62 sveitarfélögum

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri umræðu á vettvangi Spursmála þar sem kosningabaráttunni er í raun þjófstartað. Föstudaginn síðasta var slétt ár í að landsmenn gangi til kosninga í 62 sveitarfélagi um landið þvert og endilangt.

Orðaskiptin um þetta, meðal annars hvort veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni hafa áhrif í kosningunum að ári, má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Í viðtalinu er einnig rætt um stöðuna í stærstu sveitarfélögum landsins og hvar líkur eru taldar á því að hart verði tekist á. Ber þar sveitarfélög á borð við Reykjanesbæ, Vestmannaeyjabæ og Árborg á góma.

Viðtalið við kollegana Andrés Magnússon og Hermann Nökkva Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert