Rannsókn Gufunesmálinu á lokametrunum

Maðurinn sem lést var búsettur í Þorlákshöfn.
Maðurinn sem lést var búsettur í Þorlákshöfn. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, reiknar með rannsókn lögreglu á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp sem upp kom þann 10. mars síðastliðinn ljúki á næstu dögum og að málið verði sent til héraðssaksóknara í næstu viku.

Þetta segir Sveinn í samtali við mbl.is en maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést stuttu síðar. Þrír menn sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur gæsluvarðhaldið þeirra út þann 4. júní.

Lögreglan telur dánarorsök liggja fyrir í málinu en  bíður þó endalegrar krufningsskýrslu. Lögreglan á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, hefur notið liðsinnis bæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embætti héraðssaksóknara sem hefur verið umfangsmikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert