Sex útköll á sólarhring undirstrika mikilvægið

Þessi ljósmynd var tekin um borð í björgunarskipinu Verði II …
Þessi ljósmynd var tekin um borð í björgunarskipinu Verði II í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Útkallið sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sinnti þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun var það sjötta á um einum sólarhring þar sem kalla þurfti til björgunarskip.

Frá vettvangi aðgerðanna á Rifi í morgun.
Frá vettvangi aðgerðanna á Rifi í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

„Ef maður spólar til baka þennan sólarhring þá er hann kannski óvenjulegur hvað varðar fjölda útkalla á sjó. Þetta var sjötta útkallið og það óvenjulega kom upp í gær að fjögur björgunarskip voru á sjó á sama tíma með skip í drætti,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

„Þetta undirstrikar mikilvægi þess að þessi skip séu vel staðsett á vel völdum stöðum. Það sýndi í gær að kerfið virkaði,“ bætir hann við.

Viðbragðsaðilar luku störfum á vettvangi á Rifi um hálfsjöleytið í morgun. Skipverjinn var fluttur á heilsugæslu til skoðunar en báturinn er illa farinn. Spurður kveðst Jón Þór ekki hafa fengið frekari upplýsingar um líðan hans.

Þessi ljósmynd var tekin um borð í Verði II í …
Þessi ljósmynd var tekin um borð í Verði II í gær. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert