Skýin föðmuðu landið

Gervihnattamyndin var tekin á föstudaginn.
Gervihnattamyndin var tekin á föstudaginn. Ljósmynd/Copernicus EU

Ský dönsuðu rétt út af strönd landsins síðasta föstudag þegar landsmennt nutu sólarblíðunnar, en þau hættu sér ekki inn yfir landið. Mætti segja að skýin hafi í raun faðmað Ísland á þessum mikla sólardegi og fangaði gervihnöttur Kóperník­us­aráætl­unar Evr­ópu­sam­bands­ins magnaða mynd af veðráttunni. 

Veðrið lék við landsmenn síðastliðna helgi. Hitinn á höfuðborgarsvæðinu mældist 19 gráður á föstudaginn, þegar myndin var tekin. Hæð hefur verið yfir landinu sem orsakar hlýindi síðustu daga. 

„Hæðin var það öflug að niðurstreymið kom í veg fyrir skýjamyndun. Loftið rennur þar af leiðandi frekar út af landinu og heldur skýjunum nær sjónum þar sem rakara loft er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 

Einar segir það óalgengt að hæð sé yfir landinu í svona langan tíma. Morgundagurinn er síðasti dagurinn í þessari syrpu. Hæð hefur verið yfir landinu síðastliðna átta daga. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert