Sprenging í gamla Morgunblaðshúsinu

Víkingasveitin.
Víkingasveitin. mbl.is/Eyþór

Sprengjuæfing sérsveitarinnar fór fram í gamla Morgunblaðshúsinu við Kringlu í dag. Framundan eru framkvæmdir á húsinu og var aðstaðan því nýtt til sprengjuæfinga. mbl.is fékk að fylgjast með æfingunni.

Eftir sprengingar í gamla Morgunblaðshúsinu..
Eftir sprengingar í gamla Morgunblaðshúsinu.. mbl.is/Eyþór

Sprengjusérfræðingur sérsveitarinnar segir mikilvægt að æfa sig bæði inni og úti. Það þarf að huga að ólíkum hlutum þegar sprengt er innan- og utandyra. Til dæmis vegna þrengsla, myrkurs, brunakerfis, eld- og hrunhættu.

Slíkar sprengjuæfingar fara fram næstum mánaðarlega en það fer eftir því hvað þeir fá af húsnæði til æfingar. 

Hurð eftir sprengingu.
Hurð eftir sprengingu. mbl.is/Eyþór

Algengt að æft sé í íbúabyggð

Hann segir það ekki óvenjulegt að æfðar séu sprengingar innan íbúabyggðar. Það hefur verið gert víðsvegar um borgina. 

Mestur tími fer í undirbúning æfingarinnar. Það er mikilvægt að tryggja öryggi allra. 

Sérsveitin hefur aldrei þurft að nota þessa tækni við störf hér á landi. 

Undirbúningur áður en hurð en sprengd upp.
Undirbúningur áður en hurð en sprengd upp. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert