Árásarmannsins leitað og einn fluttur á sjúkrahús

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús með stungusár eftir stunguárás sem varð við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal fyrir skömmu. Árásarmannsins er enn leitað.

Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Töluverður viðbúnaður er á vettvangi og hefur lögregla girt svæði af á meðan árásarmannsins er leitað.

Einn hlaut stungusár í árásinni og hefur nú verið færður á Landspítalann í Fossvogi með forgangsakstri úr Úlfarsárdal.

Í myndskeiði af vettvangi sem sjá má hér að ofan sést maður veitast að tveimur öðrum úti á miðri íbúðagötu haldandi á hnífi.

´Lögreglan er með viðbúnað á vettvangi.
´Lögreglan er með viðbúnað á vettvangi. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert