Ellefu umsóknir bárust um umbætti skólameistara

Menntamálaráðuneytið og menningarmálaráðuneytið.
Menntamálaráðuneytið og menningarmálaráðuneytið. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust alls ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík.

Umsækjendur um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra voru þau: Árni Gunnarsson, Halla María Þórðardóttir, Íris Helma Ómarsdóttir, Kristján Bjarni Halldórsson, Selma Barðdal Reynisdóttir og Vera Sólveig Ólafsdóttir

Þá sóttu þau Halldór Jón Gíslason og Helena Eydís Ingólfsdóttir um embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík og þau Benedikt Barðason, Daníel Freyr Jónsson og Harpa Jörundardóttir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri. 

Embættin voru auglýst laus til umsóknar hinn 28. apríl sl. með umsóknarfresti til og með 14. maí, en skipað verður í embættin frá 1. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert