Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar 13. maí er af Hjalta Snæ Árnasyni sem hefur verið saknað síðan seinni hluta marsmánaðar.
Þetta staðfestir móðir Hjalta Snæs við mbl.is.
Fjölskylda Hjalta Snæs þakkar auðsýnda samúð og vill sömuleiðis koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að leitinni.