Barnaæfingarsett frá EZPZ hefur verið inkallað vegna köfnunarhættu. Í settinu eru þrjú leikföng, tvö þeirra geta skapað köfnunarhættu fyrir ung börn.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á þessu og hvetur fólk sem á slíkt sett til að hætta notkun strax og hafa samband við þann söluaðila sem varan var keypt hjá til að skila henni og fá endurgreitt.
Settið, sem nefnist á ensku Oral Development Tool, var selt í Babina.is, Móðurást, Hagkaup Garðabæ og Smáralind, Módel Gjafahúsi á Akranesi, Litla Spjallaranum á Sauðárkróki, Aha.is og Barnidokkar.is Vörurnar voru seldar í þremur litum undir vörunúmerunum EUDTB005, EUDTP003 og EUDTS001.
Nánari upplýsingar má finna á síðu Öryggisgátt Evrópusambandsins og á Vöruvaktinni.