Innkalla leikföng vegna köfnunarhættu

Leikföngin geta skapað köfnunarhættu fyrir ung börn.
Leikföngin geta skapað köfnunarhættu fyrir ung börn. Ljósmynd/unsplash

Barnaæfingarsett frá EZPZ hefur verið inkallað vegna köfnunarhættu. Í settinu eru þrjú leikföng, tvö þeirra geta skapað köfnunarhættu fyrir ung börn.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á þessu og hvetur fólk sem á slíkt sett til að hætta notkun strax og hafa samband við þann söluaðila sem varan var keypt hjá til að skila henni og fá endurgreitt.

Barnaæfingarsettið sem verið er að innkalla.
Barnaæfingarsettið sem verið er að innkalla. .ljósmynd/aðsend

Settið, sem nefnist á ensku Oral Development Tool, var selt í Babina.is, Móðurást, Hagkaup Garðabæ og Smáralind, Módel Gjafahúsi á Akranesi, Litla Spjallaranum á Sauðárkróki, Aha.is og Barnidokkar.is Vörurnar voru seldar í þremur litum undir vörunúmerunum EUDTB005, EUDTP003 og EUDTS001.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Öryggisgátt Evrópusambandsins og á Vöruvaktinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert