Karlmaður handtekinn vegna hnífstunguárásarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann í tengslum við hnífstunguárás í Úlfarsárdal fyrr í dag. 

Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Þá var annar karlmaður fluttur á bráðamóttöku Landspítalans með áverka eftir árásina en ekki er meira vitað um ástand hans. 

Frá aðgerðum lögreglu fyrr í dag.
Frá aðgerðum lögreglu fyrr í dag. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert