Lengsta trébrú landsins kláruð í sumar

Framkvæmdir standa enn yfir á brúnni.
Framkvæmdir standa enn yfir á brúnni. Ljósmynd/Vegagerðin

Búist er við að framkvæmdum á Vegagerðarinnar á nýrri trébrú í Elliðárdal ljúki í sumar. Göngu- og hjólabrúin er yfir ánna Dimmu og er 46 metra löng, sem gerir hana að lengstu trébrú landsins.

Brúin er hönnuð með allt að 100 ár endingartíma í huga og verður fær hún snjóruðningstækjum og þjónustubílum. Við framkvæmd brúarinnar hefur einnig verið tekið tillit til göngutíma laxa í ánni.

Þá býst Vegagerðin einnig við því að ljúka framkvæmdum við Breiðholtsbraut milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs í sumar, sem og frágangi landmótunar í Vetrargarði Reykjavíkurborgar austan Jafnasels. Jarðefni, sem hefur þurft að fjarlægja, hefur m.a. verið notað í fyllingar í Vetrargarðinn. 

Þá stendur Vegagerðin einnig í framkvæmdum við Rjúpnaveg en þar er unnið við gerð undirganga fyrir gangandi- og hjólandi umferð undir nýjan Arnarnesveg en búist er við að verkinu ljúki einnig á þessu ári.

Brúin í Elliðárdal.
Brúin í Elliðárdal. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert