Stjórnin undirbýr aukna gjaldtöku

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfiðar aðgerðir í ríkisfjármálum fram undan.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfiðar aðgerðir í ríkisfjármálum fram undan. mbl.is/Eggert

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að ekki ætti að koma neinum á óvart að hún boði erfiðar aðgerðir í ríkisfjármálum, bæði á tekju- og gjaldahlið, líkt og fram kom í svari hennar á Alþingi við fyrirspurn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur á mánudag.

„Það hefur legið fyrir frá upphafi þessarar ríkisstjórnar að við ætluðum að fara í almenn auðlindagjöld í fleiri en einni atvinnugrein, það er skrifað í stjórnarsáttmálann. Annars vegar að farið yrði í endurskoðun auðlindagjalda í sjávarútvegi, en síðan er að mótast vinna varðandi ferðaþjónustuna. Við teljum að það sé réttlætismál og mikilvægt fyrir ríkissjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert