Sunna Kristín ráðin til atvinnuvegaráðuneytisins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Sunna Kristín Hilmarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta til sex mánaða hjá atvinnuvegaráðuneytinu. Hún tekur við störfum á næstu vikum.

Segir í tilkynningu að Sunna Kristín hafi starfað við fjölmiðla, almannatengsl og samskipta- og kynningarmál í rúman áratug. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri samskipta og miðlunar í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún sinnti mest verkefnum fyrir rektor HR.

Áður starfaði Sunna Kristín sem blaðamaður og staðgengill fréttastjóra á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Sunna Kristín er með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College London.

Sunna Kristín hefur verið kosningarstjóri fyrir Viðreisn og var í uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert