Tékkneski flugherinn kemur á morgun

Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen-þotur.
Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen-þotur. AFP/ John Thys

Tékkneski flugherinn kemur hingað til lands á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Alls munu 80 liðsmenn taka þátt. Flugsveitin kemur með fimm orrustuþotur til landsins. 

Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins og verður þetta í fjórða sinn sem Tékkar annast loftrýmisgæslu hérlendis. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Þoturnar eru af gerðinni JAS-39C Gripen og geta þær náð allt að 2.037 kílómetra hraða á klukkustund. 

Aðflugsæfingar verða að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. maí til 2. júni með fyrirvara um veður.

Varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands í samstarfi við Isavia sér um framkvæmd verkefnisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert