Allt viðbragð hefur verið afturkallað vegna báts sem staddur er norður af Hornströndum og datt út úr ferilvöktun hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kjölfarið sem og sjóbjörgunarsveitin á Bolungarvík.
Einhverju síðar hóf báturinn að senda Landhelgisgæslunni merki á ný og var þá allt viðbragð afturkallað að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.