Þyrlan og björgunarskipið afturkallað

Þyrla Landhelgisgæslunnar var afturkölluð sem og sjóbjörgunarsveitin á Bolungarvík eftir …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var afturkölluð sem og sjóbjörgunarsveitin á Bolungarvík eftir að báturinn hóf að senda frá sér merki á ný. mbl.is/Árni Sæberg

Allt viðbragð hefur verið afturkallað vegna báts sem stadd­ur er norður af Horn­strönd­um og datt út úr fer­il­vökt­un hjá stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í dag.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út í kjölfarið sem og sjó­björg­un­ar­sveit­in á Bol­ung­ar­vík.

Báturinn sendi merki á ný

Einhverju síðar hóf bát­ur­inn að senda Landhelgisgæslunni merki á ný og var þá allt viðbragð afturkallað að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert