Útkall vegna hnífstungu

Lögreglan var kölluð út vegna hnífstunguárásar fyrir skömmu.
Lögreglan var kölluð út vegna hnífstunguárásar fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir skömmu tilkynning um hnífstungu og kannar nú málið.

Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Hún staðfestir sömuleiðis að hnífstungan hafi átt sér stað innan  yfirráðasvæðis lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi en getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert