1,5 milljarðar í endurgreiðslur í ár

Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir kynntu sjónvarpsþættina Reykjavík Fusion …
Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir kynntu sjónvarpsþættina Reykjavík Fusion á Cannes Series-hátíðinni á dögunum AFP/Valery Hache

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hérlendis eru rúmir 1,5 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Hæsta endurgreiðslan er vegna Hollywood-myndarinnar Greenland: Migration, sem tekin var hér og skartar Gerard Butler í aðalhlutverki, rúmar 518 milljónir króna. Þetta var seinni greiðslan af tveimur vegna myndarinnar sem alls fékk því 634 milljónir endurgreiddar vegna framleiðslukostnaðar hér.

Þetta kemur fram í nýju yfirliti yfir endurgreiðslur sem birt hefur verið á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Sem kunnugt er hefur verið hægt að sækja endurgreiðslu á 25% þess kostnaðar sem fellur til við kvikmyndagerð hér á landi. Árið 2022 var lögum um þetta breytt á þann veg að stór verkefni geta fengið 35% kostnaðar endurgreidd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert