Bílastæðið breyttist í tjaldstæði

Eftir að hafa áður lagt undir sig bílastæðið og breytt …
Eftir að hafa áður lagt undir sig bílastæðið og breytt því í tjaldstæði, þá valdi tjaldurinn sér núna hreiðurstæði í miðju hestagerðinu. Hjónin á Höfða taka þessum árlega gesti vel og passa upp á ungana.

Tjaldurinn er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi og hann er ekki kröfuharður þegar kemur að því að velja hreiðurstæði, því það er oft á bersvæði á grýttri jörð.

Hann virðist sækja í nálægð við menn og hreiðurstæði hans þykja oft ansi skondin en tjaldapar hefur í nokkur ár gert sér hreiður nálægt bænum Höfða í Biskupstungum.

„Fyrir fáum árum gerði hann sér hreiður á miðju bílastæðinu okkar og þá var það ekki lengur bílastæði heldur tjaldstæði,“ sagði Erlendur Hjaltason á Höfða og hefur gaman af þessum litlu nágrönnum sínum.

Bílastæðið var auðvitað friðað meðan tjaldurinn var að koma upp ungum sínum en núna í vor valdi hann sér hreiðurstæði í miðju hestagerðinu. Hestarnir voru þá ekki á húsi og gerðið ekki í notkun en þegar leið að komu hestanna þurfti að finna lausn. Spurningin er þá hver á fyrsta rétt í gerðið, tjaldurinn eða hestarnir, en Erlendur var ekki lengi að svara því:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert