Maðurinn sem lögreglan handtók í gær í tengslum við stunguárás í Úlfarsárdal í gær er enn í haldi lögreglunnar og segir Eiríkur Valberg, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is að það eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort farið verið fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Nokkrir menn tókust á utandyra í hverfinu og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út til aðstoðar við handtöku mannsins.
Eiríkur segir að tilefni árásarinnar sé til rannsóknar en sá grunaði er sá eini sem með stöðu sakbornings í málinu að hans sögn. Eiríkur segist ekki geta tjáð sig um það hvort hinn grunaði árásarmaðurinn hafi þekkt til fórnarlambsins og hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort hinn grunaði hafi áður komið við sögu lögreglunnar.
Einn var fluttur á sjúkrahús með stungusár. Eiríkur segir að eftir því sem hann besti viti þá sé hann ekki í lífshættu en ástand hans sé alvarlegt.