Sveitarfélag Langanesbyggðar styrkir hjálparstarf við íbúa Gasa um eina milljón króna.
Þann 15. maí var samþykkt tillaga þess efnis frá Mirjam Blekkenhorst, bæjarfulltrúa Framtíðarlistans, á fundi sveitarstjórnar.
„Sveitarfélagið styrkir hjálparsamtök Vonarbrú um 1.000.000 kr. til hjálparstarfs íbúa í Gaza,“ hljóðaði tillaga Mirjams.
Tillagan var samþykkt á sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar 15. maí með fimm greiddum atkvæðum. Tveir sátu hjá.
Í janúar 2024 var íbúafjöldi Langanesbyggðar 540 manns.