Miðlægt rannsóknarsvið lögreglu hefur tekið við rannsókn á eldsupptökunum á Hjarðarhaga þar sem íbúar heyrðu háværa sprengingu sem leiddi til elds og andláts í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi.
Elín Agnes Kristínardóttir yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn á frumstigi og einhverjir dagar þar til hægt sé að greina frá upptökum. Hún bætir við að eins og staðan er séu eldsupptök með öllu ókunn.
„Bruni getur endað í rannsókn hjá okkur þegar um stóran bruna og mikið slasað fólk er að ræða,“ segir Agnes.