Inga Sæland félagsmálaráðherra söng afmælissönginn fyrir Afstöðu, félag fanga um bætt fangelsismál, á afmælisráðstefnu félagsins í dag og uppskar mikið lófaklapp.
Í ávarpi sínu sagði Inga öflugan stuðning Afstöðu vera hornstein farsællar endurhæfingar að afplánun lokinni og óskaði sérstaklega Guðmundi Inga Þóroddssyni formanni félagsins og öllum sjálfboðaliðum þess til hamingju með daginn.
Þá sagði hún óásættanlegt að kerfið fyrri sig allri ábyrgð á einstaklingum að afplánun lokinni. Ljóst sé að gera þurfi betur í fangelsismálum og að jafnframt væri mikilvægt að styðja við bakið á fjölskyldum fanga.
Bætti hún við að stefnt væri að byggingu nýs fangelsis.
Að lokum óskaði hún Afstöðu alls hins besta í áframhaldandi störfum og sagðist vona að samfélagið myndi veita félaginu stuðning í þeirra mikilvægu vegferð.