Einn dælubíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er enn við Hjarðarhaga þar sem sprenging varð í kjallaraíbúð í morgun, að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Enn er óvíst hvað olli sprengingunni.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til og sex sjúkrabílar sendir á vettvang.
Þrír einstaklingar voru sendir með sjúkrabílum á slysadeild en varðstjóri slökkviliðs gat ekki veitt upplýsingar um líðan þeirra.
Eldur kom upp í kjallaraíbúðinni í kjölfar sprengingarinnar en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Reykræsta þurfti stigagang fjölbýlishússins en aðrar íbúðir virðast hafa sloppið.