Ráðist á ungmenni með hnífi í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír einstaklinga réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöld þar sem það varð fyrir höggum og spörkum ásamt því að vera ógnað með hnífi. Málið er til skoðunar með barnavernd og foreldrum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tveir menn voru handteknir í hverfi 104 eftir að hafa hótað manni með hnífi og haft af honum fjármuni. Árásarmennirnir voru vistaðir í fangaklefa.

Ölvaður maður missti stjórn á rafmagnshlaupahjóli sínu í hverfi 111 með þeim afleiðingum að hann féll á hjólinu. Maðurinn slasaðist við fallið og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna varstöðvaður í hverfi 113 og var hann einnig án ökuréttinda. Þá var ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 105 sem reyndist vera undir áhrifum áfengis, maðurinn einnig sviptur ökuréttindum og er um að ræða ítrekaðan akstur undir áhrifum og sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert