Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir stefna á 50–60 milljarða uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða til að mæta ört vaxandi hópi eldri borgara á næstu 15 árum.
Fram kemur í tilkynningu að uppbyggingin verði á þremur kjarnasvæðum á höfuðborgarsvæðinu, Laugarási, Hraunvangi og Skógarbæ.
Er markmiðið að tryggja fjölbreyttar búsetu og þjónustuleiðir fyrir stækkandi hóp eldra fólks og bregðast við brýnni þörf fyrir um 100 ný hjúkrunarrými á ári fram til ársins 2040.
„Áhersla er lögð á að heilsuefling og virknimöguleikar fyrir eldri borgara séu í forgrunni. Rannsóknir sýna að hreyfing og félagsleg þátttaka stuðla að bættri heilsu, vellíðan og sjálfstæði á efri árum. Með réttri nálgun og skipulagi má tryggja að stækkandi hópur eldra fólks fái þjónustu við hæfi og búsetu sem mætir ólíkum þörfum,“ segir í tilkynningunni.
„Þessi þróun kallar á nýjar lausnir í húsnæði og þjónustu – sérstaklega fyrir þá sem kjósa sjálfstæða búsetu en þurfa aðgengi að þjónustu og félagslegum stuðningi,“ segir í tilkynningunni.
Inntak þróunaráætlunarinnar
Hægt er að fræðast nánar um þróunaráætlun Sjómannadagsráð hér.