Stórauka flutningsgetu á heitu vatni

Hringtorgið á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar verður óbreytt til að …
Hringtorgið á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar verður óbreytt til að byrja með. Í seinni áföngum breikkunar vegarins er ráðgert að útbúa þarna mislæg gatnamót. mbl/sisi

Vegagerðin undirbýr tvöföldun Suðurlandsvegar, frá Bæjarhálsi í Árbæjarhverfi að Hólmsá. Lagnir Veitna ohf., dótturfyrirtækis Orkuveitunnar, munu lenda í uppnámi við þessar framkvæmdir og við því þarf að bregðast.

Þetta kemur fram í kynningu á áformaðri endurnýjun Veitna á svokallaðri Suðuræð, frá Elliðaám að Rauðavatni, sem unnin var fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur.

Þessi kafli er eini hluti Suðurlandsvegar sem eftir er að tvöfalda. Framkvæmdir við veginn hafa ekki enn verið tímasettar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Fram kemur í kynningunni að verkefnið er hluti af kerfisáætlun Veitna sem ráðast þarf í til að auka og tryggja afhendingu á heitu vatni til viðskiptavina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert