Foreldrar Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra, kærðu lögreglumanninn sem tilkynnti þeim andlátið til nefndar um eftirlit með lögreglu.
Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og lést á æfingu þegar hann féll í Tungufljót.
Þetta kemur fram í viðtali við foreldrana í blaðinu í dag, hjónin Karin Agnesi McQuillan og Óskar Ágúst Sigurðsson. Eru þau afar sár yfir því hvernig staðið var að málum en hafa ekki frétt af því hvar málið sé statt hjá nefndinni.
Þau segja raunar margt fleira hafa farið úrskeiðis eftir slysið og margir hafi vitað af banaslysi sonarins á undan nánustu aðstandendum. Vilja þau vekja athygli á vinnubrögðunum í þeirri von að slíkt gerist ekki aftur og segja að koma þurfi í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum það sama og þau í sorgarferli.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.