Úlfar Lúðvíksson, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem sætti ákúrum Hauks Guðmundssonar ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, tók aðfinnslum ráðuneytisstjórans illa.
Hann svaraði tölvupósti hans m.a. með þeim orðum að hann kynni ekki að meta skrif hans. „Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að í þeim felast ærumeiðingar,“ sagði Úlfar í svari við ákúrum Hauks.
Hafði ráðuneytisstjórinn sakað Úlfar um að hafa veitt leiðbeiningar um þær leiðir sem veikleikar í löggæslu byðu upp á.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.