Vilja samtal við stjórnvöld

Jón Ólafur formaður SA hvetur til mildandi aðgerða.
Jón Ólafur formaður SA hvetur til mildandi aðgerða. mbl.is/Eyþór

Jón Ólafur Halldórsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, kallar eftir víðtæku samtali atvinnulífs og stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem við blasir í efnahagslífinu.

Sameiginlegt markmið allra hljóti að vera að eyða óvissu og auka fyrirsjáanleika, bæta samkeppnisstöðu og auka verðmætasköpun.

„Það þarf til að rjúfa þessa kyrrstöðu og erfiðleikana sem atvinnulífið er í. Það er uppsöfnuð fjárfestingarþörf og fjárfestingarvilji og það þarf einhvern veginn að koma þessu í gang til að örva atvinnulífið,“ segir hann.

Því sé áhyggjuefni að heyra af frekari fyrirætlunum stjórnvalda um nýja eða aukna skatta eða gjaldtöku af útflutningsgreinum, sem einmitt dragi helst vagninn.

Í helstu samkeppnislöndum sjáist að stjórnvöld og atvinnulíf séu að þétta raðirnar í því skyni að auka vöxt á nýjan leik. Það telur hann einnig gæfuríkast hér, að sett verði af stað samtal um mildandi aðgerðir, verðmætasköpun og vöxt. 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert