Breyttu umsögn um kjötvinnslu

Borgin breytti umsögn eftir að hún birtist í fundargerð.
Borgin breytti umsögn eftir að hún birtist í fundargerð. mbl.is/Óskar

Reykjavíkurborg tók fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, með umsögn um kjötvinnslu í vöruskemmunni við Álfabakka, út af heimasíðu sinni á miðvikudag, breytti henni og birti aftur daginn eftir.

„Okkur fannst þetta ekki alveg málefnalegt innlegg,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri spurð út í breytingarnar.

Mbl.is greindi frá forvitnilegri umsögn skipulagsfulltrúa á þriðjudag þar sem fram kom að leyfi til að gera ljótar byggingar væri mikið á Íslandi.

„Löggjafinn spyr hvorki um fagurfræði né samhengi. Það er því sorgleg staðreynd að þeir sem fara með völd, fjármagn og fyrirferðarmikinn rekstur skuli ekki sýna frekari metnað í uppbyggingu á miðsvæðum höfuðborgarsvæðisins. Fagurfræði er ekki smekkur – fagurfræði er samhengi – og þessa byggingu skortir slíkt,“ sagði í umsögninni, sem Borghildur Sölvey Sturludóttir, deildarstjóri hjá skipulagsfulltrúa, skrifaði undir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert