Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem gefið er að sök að hafa tvívegis nauðgað konu er hún var sofandi sökum áfengis og svefndrunga.
Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að tekið upp verknaðinn án samþykkis brotaþola og sett myndefnið á minnislykil og komið honum fyrir í póstkassa á heimili hennar.
Í dóminum segir að ákærði og brotaþoli hafi átt í stormasömu sambandi frá árinu 2016 til ársins 2019. Brotin hafi verið framin bæði á heimili brotaþola og ákærða árið 2017.
Taldi Landsréttur viðeigandi að maðurinn skyldi sæta fjögurra ára fangelsisvist, en samkvæmt hegningarlögum er það hámarksrefsing sem dæma má fyrir slík kynferðisbrot. Þá var manninum einnig gert að greiða tæpar fimm milljónir í málskostnað og miskabætur.