Landsmenn gerðu vel við sig í góða veðrinu

Kjötsalar landsins eru hæstánægðir með sölu á kjöti undanfarið en …
Kjötsalar landsins eru hæstánægðir með sölu á kjöti undanfarið en hún hefur aukist með góða veðrinu. mbl.is//Hákon

Framleiðendur og seljendur á kjöti og ís eru kampakátir eftir sumarblíðuna undanfarið. Með hækkandi hita og mikilli sól seljast þessar vörur mjög vel, eins og pylsur, hamborgarar, ís í brauði og bragðarefir.

Gunnlaugur Eiðsson aðstoðarforstjóri Kjarnafæðis segir við Morgunblaðið að sala á grillmat hafi rokið upp síðustu daga og vikur, sem hægt sé að rekja til góða veðursins.

„Það er í eðli okkar að þegar okkur líður vel, og það er gaman, gerum við frekar vel við okkur. Það átti vel við núna,“ segir Gunnlaugur. Spurður hvort veðrið hafi augljós áhrif á sölu kjötvara svarar hann því játandi og segir það skipta miklu máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert