Mikil stemning þegar VÆB bræður mættu í Breiðholtsskóla

Það var heldur betur góð stemning hjá krökkunum í Breiðholtsskóla …
Það var heldur betur góð stemning hjá krökkunum í Breiðholtsskóla í gær þegar vorhátíð var haldin. Einn hápunktanna var þegar VÆB bræður stigu á stokk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er frábær stemning. Bara blómstrandi gleði,“ segir Ásta Birna Björnsdóttir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Um 400 nemendur og foreldrar héldu vorhátíð í skólanum í gær.

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilaði og hoppukastalar voru á staðnum. Sirkus Íslands sýndi listir sínar og VÆB bræður tróðu upp, en dagskrá stóð frá 16 til 18.

Um 400 nemendur og foreldrar þeirra mættu á hátíðina.
Um 400 nemendur og foreldrar þeirra mættu á hátíðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðrinu var ekki leyft að spilla fjörinu. „Við hefðum pantað veðrið sem var í gær [miðvikudag] en maður gerir gott úr öllu,“ segir Ásta.

„Það var óskandi að hafa sól á lofti en við erum bara með sól í hjarta," bætir hún við en ákveðið var að færa sirkus atriðin og VÆB bræður inn þegar ljóst var að það myndi rigna. 

Vorhátíð Breiðholtsskóla fór fram í gær og þó færa hafi …
Vorhátíð Breiðholtsskóla fór fram í gær og þó færa hafi þurft hátíðina inn vegna veðurs skyggði það ekki á gleðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
VÆB bræður njóta mikilla vinsælda og það sást vel á …
VÆB bræður njóta mikilla vinsælda og það sást vel á vorhátíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Vorhátíð Breiðholtsskóla.
Vorhátíð Breiðholtsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert