Óvíst hvort VG bjóði fram í borginni

Líf Magneudóttir, oddviti VG í borginni, kveðst óviss um framhaldið.
Líf Magneudóttir, oddviti VG í borginni, kveðst óviss um framhaldið. mbl.is/María

„Ég veit ekki einu sinni hvað verður ákveðið á vettvangi Vinstri-grænna, hvort við yfirhöfuð bjóðum fram eða hvað við ætlum að gera. Það ræðst á öðrum stað, allavega ekki hérna í Dagmálum,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Dagmálum í dag.

Ljóst er því að óvissa ríkir um hvort flokkurinn bjóði fram í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara á næsta ári. Eins og kunnugt er beið flokkurinn afhroð í þingkosningum á liðnum vetri og féll út af þingi. Samkvæmt borgarvita Maskínu frá því í apríl mælist VG með 3% fylgi. 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert