Rigning víða um land í dag og það kólnar í veðri

Það verður víða blautt á landinu í dag.
Það verður víða blautt á landinu í dag. mbl.is/Eyþór

Það verður víðast hvar á landinu rigning í dag og úrkoman gæti orðið talsverð á Suðausturlandi.

Áttin verður suðlæg 8-15 m/s en það snýst í suðvestan 5-10 m/s með stöku skúrum vestan til þar sem lægir með kvöldinu. Hitinn verður á bilinu 7 til 17 stig og verður hlýjast á Norðurlandi.

Á morgun kólnar aðeins í veðri. Gert er ráð fyrir lítilsháttar rigningu austanlands fram eftir degi en á öðrum stöðum verða skúrir. Hitinn verður á bilinu 6 til 15 stig og verður hlýjast á Suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert