Strákum boðið í fyrsta sinn

Skólinn býst við 1.200 stelpum og stálpum á kynningarfundinn í …
Skólinn býst við 1.200 stelpum og stálpum á kynningarfundinn í dag. Í næsta mánuði verður svo strákum boðið að koma í heimsókn. mbl.is//Eggert

Háskólinn í Reykjavík (HR) býður í dag stelpum og stálpum úr 9. bekkjum grunnskóla höfuðborgarsvæðisins í heimsókn.

Er þetta í 12. skiptið sem kynningarfundurinn er haldinn á vegum skólans, en að sögn Ásthildar Gunnarsdóttur samskiptastjóra HR er markmið viðburðarins að kynna þær tæknigreinar sem kenndar eru í skólanum og auka áhuga stúlkna og stálpa á þeim þar sem almennt séu konur og stálp í minnihluta í þeim greinum.

Ásthildur segir að búist sé við 1.200 stelpum og stálpum en á fundinum kynna íslensk tæknifyrirtæki á borð við JBT Marel, CCP, Origo og Síminn starfsemi sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert