Vill að gestirnir finni tónlistina inni í sér

Ragnhildur Gísladóttir í nýja sýningarsalnum í Perlunni.
Ragnhildur Gísladóttir í nýja sýningarsalnum í Perlunni. mbl.is/Eyþór

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir var stödd í nýjum sýningarsal Perlunnar í morgun þegar nýr kaupsamningur var undirritaður á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf.

Áður en kom að undirrituninni fengu gestir að berja augum nýja eldgosasýningu sem verður opnuð í næsta mánuði, sem Ragnhildur samdi tónlistina við.  Þar eru áhorfendur teknir með í ferðalag ofan í iður jarðar með tilheyrandi kviku og síðan aftur þaðan upp.

Sýningin er tilkomumikil.
Sýningin er tilkomumikil. mbl.is/Eyþór

„Rosalega skemmtilegt“

„Ég er búin að vera með músíkina í Perlunni eins og í Stjörnuverinu og við allar myndirnar sem er verið að sýna hérna og þetta er rosalega skemmtileg,” segir Ragnhildur, sem ræddi við blaðamann að lokinni sýningunni.

Hún segist hafa notið aðstoðar Péturs Jónssonar frá Medialux og Styrmis Haukssonar, auk þess sem Gunnar Gunnarsson frá Fríkirkjunni hafi útvegað henni kór fyrir tónverkið.

„Þetta er ferðalag. Ég sá handritið strax fyrir mér og gat farið að vinna strax við að gera þessa tónlist,“ greinir hún frá.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri var á meðal þeirra sem fylgdust …
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri var á meðal þeirra sem fylgdust með sýningunni. mbl.is/Eyþór

Allt í kring

Ragnhildur segir nauðsynlegt fyrir sýningu sem þessa að tónlistiin sé marglaga til að hún fylli vel upp í umhverfið allt í kring. „Þegar maður er með þetta í kringum sig vill maður held ég ekki endilega sjá hvaðan hljóðið kemur. Maður vill bara vera í tónlistinni, að þú finnir það, hún er inni í þér um leið og myndin er inni í þér,“ útskýrir tónlistarkonan, sem er að vonum ánægð með útkomuna.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, við …
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, við undirritun samningsins. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert