Beiðni Oscars synjað: Þarf að yfirgefa landið

Oscar ásamt Svavari og Sonju, fósturforeldrum sínum.
Oscar ásamt Svavari og Sonju, fósturforeldrum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Kærunefnd útlendingamála hefur synjað beiðni Oscars Anders Bocanegra Florez um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann þarf því að yfirgefa Ísland í byrjun júní og sætir endurkomubanni í tvö ár.

Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. RÚV greinir frá.

Oscar, sem er 17 ára og frá Kólumbíu, hefur búið hjá íslenskum fósturforeldrum sem hafa barist fyrir því að hann fái að dvelja hér á landi.

Hann flúði til Íslands með föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn í Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og hafa af­salað sér for­ræði yfir hon­um. 

Í októ­ber á síðasta ári var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eft­ir að hafa fengið synj­un um vernd hér á landi. Oscar endaði einn á göt­unni í Bógotá í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an kom hon­um aft­ur til Íslands.

Oscar kærði niðurstöðu Útlendingastofnunar um að synja honum um alþjóðlega vernd til Kærunefndar útlendingamála, meðal annars á þeim forsendum að hann sé fylgdarlaust barn, en fram hefur komið að móðir hans treysti sér ekki til að sjá um hann.

Kærunefndin tekur hins vegar ekki undir þau rök.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert