Betri leið til að stýra blóðþynningu

Crowther hefur heimsótt landið fjórum sinnum á þremur árum og …
Crowther hefur heimsótt landið fjórum sinnum á þremur árum og nýtur hverrar heimsóknar. Ljósmynd/Mark Crowther

„Ég þigg allar afsakanir sem ég fæ til þess að heimsækja Ísland,“ segir Mark Crowther, prófessor í læknisfræði við McMaster-háskólann, en hann var staddur hér á landi á dögunum.

Sló hann þar tvær flugur í einu höggi með Íslandsferðinni, því Crowther vinnur nú að rannsókn í samstarfi við íslenska kollega sína um bætta notkun blóðþynningarlyfsins warfarin, en á sama tíma er hann einnig mikill áhugamaður um fjölspilunartölvuleikinn Eve Online, sem hélt sína árlegu ráðstefnu, FanFest, í byrjun mánaðarins.

Segja má að Crowther sé sannkallaður Íslandsvinur, en þetta er í fjórða sinn á síðustu þremur árum sem hann kemur til landsins. Hann segir áhuga sinn á Íslandi hafa kviknað á framhaldsskólaárum sínum, en þá hafi hann unnið verkefni um landið. „Og Ísland var mjög sérstakt land á þeim tíma, sem kveikti í mér áhugann á að ferðast hingað einhvern tímann á lífsleiðinni,“ segir Crowther.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert