Breytt skipulag Birkimels auglýst

Birkimelur Orkan rekur bensínstöð á lóðinni en hún víkur fyrir …
Birkimelur Orkan rekur bensínstöð á lóðinni en hún víkur fyrir íbúðum. Morgunblaðið/sisi

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa á Skipulagsgáttinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, deiliskipulag vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel.

Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum og byggja í staðinn íbúðir. Samkomulagið nær til bensínstöðvarlóðarinnar að Birkimel 1, en það var undirritað í júní 2021 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Lóðarhafi var Skeljungur hf., sem síðar framseldi réttinn.

Áformað er að byggja á lóðinni 4-5 hæða hús með 42 íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum. Byggingin verður brotin upp og skipt í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert