Hlýr en blautur júní í kortunum

Enn er spáð markverðum hlýindum, þó ekki eins greinilega suðvestantil.
Enn er spáð markverðum hlýindum, þó ekki eins greinilega suðvestantil. mbl.is/Hákon

Einar Sveinbjörnsson, sem heldur úti veðurvefnum Bliku, telur líklegt að fyrri hluti júní verði í hlýrri kantinum þó aðallega á austanverðu landinu. Það má aftur á móti einnig búast við nokkurri bleytu suðvestantil.

Í færslu á Facebook rýnir veðurfræðingurinn í spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF)

„Séu vikurnar í júni skoðaðar ein af annarri er gert ráð fyrir því að fyrri hlutann júní (til 16.) verði hiti um 3 stigum ofan meðallags og síðari hluti mánaðarins 1-3 stigum yfir meðallagi,“ skrifar Einar.

„Sem sé enn er spáð markverðum hlýindum. Þó ekki eins greinileg[u]m sunnan- og vestantil,“ bætir hann við og tekur fram að þessar vikur verði líklega heilt yfir fremur blautar.

„Grænt“ úrkomufrávik komi fram í þeim öllum í nýjustu keyrslunni og þurrt frávik yfir meginlandi Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert