Kveikt allan sólarhringinn

Viðgerðir Bilun hefur gert vart við sig í götulýsingu á …
Viðgerðir Bilun hefur gert vart við sig í götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu síðustu viku. Unnið er að viðgerð. Morgunblaðið/Eggert

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir tekið eftir því síðustu daga að kveikt hefur verið á götulýsingu allan sólarhringinn. Umræður hafa sprottið upp um þetta í íbúahópum og furða margir sig á, enda bjartasti tími ársins runninn upp.

Í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi hafa ljós verið kveikt á ljósastaurum síðustu vikuna eða svo. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að bilun hafi komið upp í ræsibúnaði á þessu svæði. „Þetta er á nokkuð stóru svæði. Veitur eru að fara yfir þetta og gera við,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert